Brúðarbandið í gærkvöld

Við Eygló fórum á útgáfutónleika í gær, við tókum með okkur Halla og Hjördísi og síðan komu Palli og Hildur hans og sátu hjá okkur. Ég kynnti mig fyrir Sísí en spjallaði ekki neitt enda hafði hún nóg annað að gera sýndist mér, ég var að spá í að kynna mig líka fyrir Unni en hún var niðursokkinn í samræður þannig að ég ákvað að trufla hana ekki. Skátar hituðu upp og voru mjög öflugir í fyrsta laginu en það var toppurinn á þeirra dagskrá. Hljómborðsleikarinn minnti mig töluvert á Bjarna Má. Þá er blognamedropping næstum því lokið, það hefði getað verið mun meira af því enda get ég ímyndað mér að bloggarar hafi verið þarna í tugatali, jafnvel tylftum.

Brúðarbandið rokkaði náttúrulega og við keyptum diskinn þarna, ég keypti ekki bol af því mér fannst þeir of stuttir (mér sýndist ummálið vera í nægilegt) og líklegir til að gera mig að pípara, Eygló fannst bolirnir hins vegar of litlir. Ég ætlaði nú að ná á Bigga en sá hann hvergi, var hann ekki á staðnum eða?