Mogginn berst fyrir Kaldastríðshetju

Mér þótti gaman að lesa Moggann áðan, á baksíðunni er frétt um að Helgi Ólafsson vilji að sendiráð Íslands í Japans fari að skipta sér af málum Bobby Fischer og í leiðaranum er ákall um að Íslendingar beiti áhrifum sínum til að hjálpa Bobby greyjinu. Helstu röksemdir Moggans fyrir þessu eru að Bobby sé snillingur og að hann hafi nú unnið sigur á vondu köllum hér um árið. Við látum ekki snillinga né stríðshetjur í fangelsi. Ég held að Mogginn hafi jafnvel talað um dyntótta utanríkisstefnu Bandaríkjanna í þessu samhengi.

Ég tel reyndar að það sé rétt aðBobby eigi ekki heima í fangelsi. Miðað við viðtalið sem Egill Helgason tók við hann um árið þarf hann aðstoð geðlæknis (mitt ófaglærða mat).