Taugastrekktur hálftími

Fyrir svona tæpum klukkutíma var hringt í vinnuna og spurt eftir samstarfskonu minni, sú sem hringdi sagði ekki hvað málið en ég heyrði að það var eitthvað að þannig að ég var snöggur símanum til skila. Eftir örstutta stund þá þautt samstarfskona mín á fætur lét mig fá símann og sagði mér að hringja í slökkviliðið, hún hljóp síðan út. Ég hringdi á slökkviliðið og þá var búið að ná í þá og ég þurfti bara að segja þeim á hvaða hæð eldurinn væri.

Næsti hálftími var frekar erfiður, við tvö sem vorum hér enn vissum ekkert hvað hefði gerst en að lokum kom hún aftur og það virðist allt hafa farið vel.

Síðan þegar ég settist að skrifa þetta þá náði ég að gera náunga paranoid með því að vita heilmikið um hann, það var skondið en á sér einfaldar skýringar, raunar á það rætur sínar í eldgamalli bloggfærslu hjá Stefáni Pálssyni. Það hressti mig.