Gelding tungumálsins

Það var verið að ásaka mig um karlrembu, aðallega vegna þess að ég líkti umsjónarmanni Kastljóssins við spennta skólastelpu. Mig langar að koma þessari athugasemd minni í viðeigandi samhengi. Gísli Marteinn er einsog glottandi smástrákur. Ég hef oft sagt þetta og það er hægt að finna athugasemdir svipaðar þessari í gömlum dagbókarfærslum. Ætli flestir hafi ekki heyrt fólk líkja Gísla við smástrák? Hafa þeir heyrt konu gera það? Var það þá dæmi um kvenrembu?
Ef fólk má líkja Gísla við krakka þá má líkja Eyrúnu við krakka. Hefði einhver gert athugasemd við það ef ég hefði kallað hann Sigmar/Sigmund (hvað heitir hann?) í Kastljósi spenntan smástrák? Ef ég sleppt þessari athugasemd um Eyrúnu vegna þess að hún er kona þá hefði það að mínu mati verið karlremba. Það hefði verið dæmi um “best að særa ekki greyjið stelpuna því hún er svo viðkvæm”, slíkt væri vitleysa. Eyrún þolir svona skot alveg einsog vinnufélagar hennar (eða mun læra að þola það með reynslunni) og það taka hana silkihönskum sökum kynferðis væri í raun meiri niðurlæging. Ég stunda jafnrétti í reynd.

7 thoughts on “Gelding tungumálsins”

  1. “Spennt skólastelpa” stakk mig líka fyrst í augun, en svo datt mér einmitt Gísli Marteinn í hug og ég hætti við að kommentera hystersískt við greinina.

    Trikkí stöff þetta jafnrétti, ha…

  2. Sá sem er þarna oftast heitir Sigmar (sko þessi sem er eins og Auddi í 70 mín) en svo er annar sem er stundum í afleysingum sem heitir Sigmundur.

  3. Ég var einmitt að pæla í því að ég hefði viljað sjá Sveppa og Audda taka viðtal við miðilinn, að vissu leyti þá eru viðtölin þeirra þau aðgangshörðustu í íslensku sjónvarpi.

Lokað er á athugasemdir.