Ég var beðinn um að útskýra frekar hvað á átti við með færslu þar sem ég talaði um þjófa á netinu. Fyrir nokkrum árum setti ég upp vef um Queen og þar var meðal annars “Saga Queen”. Í vikunni var mér síðan bent á að þessi “Saga Queen” væri á Huga án þess að sá sem setti þetta þarna inn minntist nokkuð á hvaðan þetta væri. Í athugasemdakerfi Huga bentu síðan einhverjir á að þetta væri nú stolið. Þegar ég kíkti þarna voru liðnir tíu dagar frá því að bent var á þjófnaðinn en greinin greinin hafði ekki verið tekin niður.
Ég skrifaði þá vefstjóra Huga tölvupóst og spurði hvað þeir ætluðu að borga mér mikið fyrir þessa birtingu. Eftir að hafa skrifað póstinn fór ég á Google til að sjá hvort að þessi umfjöllun mín væri á fleiri stöðum á netinu. Í gegnum Google komst ég að því að fyrir rúmum tveimur árum var birt sama “Saga Queen” birt á Huga án þess að minnst væri einu orði á höfund. Í því tilfelli voru einnig athugasemdir sem bentu á að greinin væri stolin.
Ég varð að sjálfssögðu fokreiður og skraðist aðeins á við vefstjóra Huga. Ég benti á að ábyrgðin hlyti að vera hjá rekstraraðilum Huga því þeir eru augljóslega að bregðast eftirlitshlutverki sínu. Þegar smákrakkar þykjast vera að skrifa langlokur um sögu hljómsveitar þá ætti hver skynsamur maður að geta áttað sig á því hvað er á seyði.
Meðal annars fékk ég þessi svör:
Við borgum ekki fyrir innsendar greinar. Ég get eytt þessum greinum ef þess er óskast.
Að ímynda sér að maðurinn spyr hvort ég vilji að þetta sé tekið út, hann **á** að taka þetta út hvað sem ég segi því þetta er brot á höfundarréttarlögum. Ég fékk síðan þessi skilaboð frá honum sem eru fyndin í ljósi fyrri athugasemda hans:
Hugi.is tekur enga ábyrgð á efni sem kemur hér inn en við sjáum þó til þess að ranglega fengið efni sé tekið út samstundis. Ábyrgðin hvílir á þeim notanda sem sendir inn greinina.
Samstundis? Það er augljóslega ósatt því stuttu áður hafði maðurinn verið að spyrja hvort hann ætti að taka út “ranglega fengið efni”.
Hann kvartaði líka yfir því að hann hefði ekki tíma til að fylgjast með öllu á Huga, mér er bara sama við hvaða starfsskilyrði hann býr, sama ábyrgð hlítur að hvíla á rekstraraðilum Huga. Ef þeir geta ekki tekið ábyrgð þá eiga þeir ekki að vera í þessum rekstri. Þeir eru þarna að nota mitt efni í sína þágu þrátt fyrir að ábendingar hafi komið um að það sé stolið.
Það sem gerir mig meira pirraðann er að ég hef lent áður í sama rugli með Huga (með “Sögu Queen”), ég sleppti að gera nokkuð í því þá en núna þegi ég ekki. Hvað á ég að rukka Huga (eða Símann, er það ekki hann sem rekur þetta) fyrir þennan þjófnað?
Ef þú hefur ekki beðið um að láta taka greinina út, heldur bara sagt að þetta væri þín grein þá skil ég vel af hverju hún er ekki farin út.
Mörgum er alveg sama þótt sitt efni sé komið útum allt (og í rauninni lítil von að stoppa það ef maður setur eitthvað svona á netið), þannig að mér finnst alveg eðlilegt að það þurfi að segja “taktu þetta út fyrir mig”, frekar en að væla og væla, kvarta yfir að efni sé ekki tekið út þegar það er ekki einusinni búið að biðja um það…
Svo er þetta með að greina frá heimildum sínum og svona, sem á auðvitað að vera gert þegar efni er tekið svona
Er greinin ennþá inni?
Þegar þú setur efni inn á netið er nánast ómögulegt að verja höfundarréttinn. Hver veit nema þessi sama grein þín sé núna til á rússnesku, ensku og þýsku? Hvort að brot af henni séu hér og þar á reiki um netið án þinnar vitundar? Veistu, þú getur ekki mögulega varið það.
Ef þú vilt fá alvöru höfundarrétt, skrifaðu þá bók. Ekkert copy paste eins og Hannes vinur okkar, heldur bók. Eða búðu til lag með texta oga lles. Ekkert er öruggt á netinu. Ekkert. Deal with it.
slapp’af
lífið heldur áfram
Vá, með svona djúpar og áhugaverðar athugasemdir þá gætirðu jafnvel skrifað á Huga.
Það á ekkert að þurfa að biðja um að hlutir sé teknir út. Það er alveg ljóst að Hugi hefur engan rétt til að birta efnið og því átti vefstjórinn að taka þetta út um leið og bent var á að þetta var stolið. Þetta eru einfaldlega lög.
Þetta er hins vegar alls ótengt því að greina frá heimildum.