Hvað er í veskinu mínu?

Í veskinu mínu er:
* Rauða kortið, gildir í mánuð í viðbót.

* Ökuskírteini, gefið út í fyrra af því að myndin á hinu var að upplitast.

* Viðskiptaspjald frá bifreiðaverkstæði.

* Afsláttarkort frá Videóheimum, ekki notað í svona ár eða svo.

* Gegnisbókasafnskort
* Bókasafnsskírteini frá Bókhlöðunni
* Félagsskírteini í Bíófélaginu 101, notað tvisvar ef ég man rétt en ég veit ekki hvað varð um félagið.

* Debetkort
* Viðskiptakort frá Bykó, fékk það sent þegar ég keypti íbúðina
* Viðskiptakort frá Húsasmiðjunni, sömuleiðis
* Afsláttarkort frá American Style, slatta notað
* Félagsskírteini í Þjóðbrók
* Mynd af Eygló og mér tekin 1. maí 1999, alveg nýbyrjuð saman
* Upplituð gömul mynd af Eygló
* Svarthvít passamynd af Eygló
* Litpassamynd af Eygló
* Miði frá Miracle tónleikunum
* Ýmsar kvittanir, sérstaklega frá Tollinum
* Bíómiðar af Wallace & Gromit
Hvað segir þetta um mig?

7 thoughts on “Hvað er í veskinu mínu?”

  1. – Þú fílar American Style.

    – Þú ert með feitt veski.

    – Þú kannt ekki að segja nei.

    – Þú ert hamstur.

Lokað er á athugasemdir.