Tarantino og ég

Fór í gær á Kvöldstund með Tarantino og sá þrjár Kung fu myndir. Ég hafði einmitt giskað á að þetta yrðu þrjár Kung fu myndir enda er það fín tilvísun í True Romance. Mér bauðst semsagt að kaupa miða í forsölu og tók þá sex miða til að geta haft skemmtilegt fólk í kringum mig. Það voru semsagt Ásgeir, Siggi, Hjördís, Nils og vinur einkabílsins sem komu með mér. Eygló hafði ekki áhuga þar sem hún á erfitt með að endast í gegnum svona margar myndir.

Myndirnar voru skemmtilegar, síðasta myndin var reyndar áberandi best. Tarantino var stórskemmtilegur inn á milli. Hann var líka að spjalla við fólk á milli en ég lét vera að reyna troða mér nálægt honum, örugglega ótal margir sem reyndu það. Sá líka fyrir mér að maður yrði þarna að rembast við að segja eitthvað hnyttið eða gáfulegt umkringdur fólki sem væri líka að reyna það sama.

Það var mikið af fólki sem ég þekkti þarna, meðal annars Marvin sem hefði átt að vera heiðursgestur miðað við hve vel er níðst á nöfnum hans í myndum Tarantino. En þetta var allavega skemmtilegt kvöld.