Box fyrir alla fjölskylduna?

Á sunnudaginn fór ég á Ruby Tuesday og fékk mjög góðan mat.  Mér þótti hins vegar skrýtið að á meðan við vorum að borða þá var verið að sýna box á skjá.  Er þetta eðlilegt sýningarefni á fjölskyldustað?

4 thoughts on “Box fyrir alla fjölskylduna?”

  1. Hmmmm Óli minn… Sko, í fyrsta lagi þá er þetta veitingastaður sem selur áfengi. Sem leggur meira að segja upp úr því að selja áfengi og auglýsir kokkteilana sína afskaplega mikið. Fjölskyldustaður er bara eitthvað hugtak sem hópur fólks hefur fundið upp á í þeim tilgangi að eigna sér eitthvert rými. Staðreyndin er hins vegar sú að inni á svona stöðum þá ræður markaðurinn ríkjum og ef að viðkomandi vert finnur hagnað í því að sýna box frekar en stubbana á skjáum sínum þá má hann það. Svo er það annað. Afhverju selja nánast allir “fjölskyldustaðirnir” ógeðfelldan, óhollan, mauksoðinn og djúpsteiktan mat sem ég myndi ekki bjóða kettinum mínum upp á? Þetta er hluturinn sem ég myndi vera pirraður á frekar en að vera að pirrast út í sýningu á einhverri íþrótt, slíkar sýningar hljóta að stuðla að hreysti í framtíð, djúpsteikta sullið að fitubollusýki!

  2. Bragi er bara fúll yfir því að það sé fjölskyldufólk að þvælast fyrir kokteilunum hans.

Lokað er á athugasemdir.