Þrjú mistök – úr leik

Eyþór Arnalds náði að gera þrjú afar slæm mistök í einu.  Hann keyrði fullur, hann keyrði á drukkinn og hann stakk af.  Hann ætti samt aðallega að vera glaður að hafa bara keyrt á ljósastaur en ekki manneskju.

Það væri annars áhugavert að sjá yfirlýsingu hans í upprunalegri mynd því útgáfan á Mogganum er frekar áhugaverð:

Eyþór Arnalds, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segist í yfirlýsingu harma innilega það atvik sem átti sér stað sl. nótt þegar hann var tekinn við ölvunar­akstur. Slíkt hafi aldrei hent áður.

Hann hefur semsagt aldrei áður verið gómaður fyrir að aka fullur sem útilokar ekki að þetta sé bara eitthvað sem hann hafi stundað.  Kannski er þetta bara Mogginn.  Þarna er ekkert minnst á það að hann sjái eftir að hafa stungið af eftir að hafa keyrt á.  Það var líka áhugavert að sjá frétt á Mogganum þar sem stóð að frambjóðandi væri grunaður um ölvunarakstur en samt stóð í lok greinarinnar að hann hefði játað.

3 thoughts on “Þrjú mistök – úr leik”

Lokað er á athugasemdir.