Að drepa mann

Gísli Freyr Valdórsson, sem starfar við æskulýðsstarf í Grafarvogskirkju, er með pistil á Íhald:

Að sögn Abu Musab Zarqawi hefur hann og ,,fylgjendur” hans drepið þúsundir íraskra borgara og hundruðir hermanna þeirra erlendu þjóða sem hafa eða hafa haft hermenn í Írak. Þeir hafa margoft lýst yfir ábyrgð á sprengingum sem drepið hafa meðal annars konur og börn og það er ekki að sjá að þeir skammist sín nokkuð fyrir slíkt  – jafnvel þó meirihluti fórnarlamba þeirra aðhyllist einnig hina ,,friðsömu” trú, islamstrú.

Það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að í raun er hægt að yfirfæra þessa glæpi beint á George Bush og Tony Blair, fyrir utan þá augljósu staðreynd að menn á vegum Bush og Blair hafa drepið mun fleiri.

Þetta minnir mig á það þegar George Galloway var um daginn að tala um að honum finndist það að myrða Tony Blair vera á allt öðru stigi en að myrða almenna borgara í London.  Fólk hneykslaðist voðalega á þessu.  En samt virðist sama fólk ekki hneykslast sérstaklega mikið á Blair þegar hermenn undir hans stjórn drepa óbreytta borgara.  Samt var Galloway ekki að hvetja neinn til að drepa Blair, hann sagði að hann væri á móti því.

Ég veit ekki hvert ég er að fara með þessu, ég bara skil ekki hvernig hausinn á fólki virkar sem finnst allt í lagi að drepa fólk, sama hverjir það eru.  Heimurinn verður ekkert friðsamari við það að drepa einhvern mann sem hefur verið gerður að holdgervingi hins illa í fjölmiðlum.  Helsta vandamálið er að báðum megin í þessum átökum öllum er fólk sem telur sig vera á vegum hins góða og slíkt fólk er stórhættulegt.  Það er allt í lagi að reyna að gera góðverk en þegar maður heldur að maður megi brjóta þær grundvallarreglur sem við höfum í samfélagi okkar, ef fólk telur að það sé í lagi að blekkja, ljúga, meiða eða drepa fyrir málstaðinn þá er greinilegt að eitthvað er að.

4 thoughts on “Að drepa mann”

  1. Gott kvöld,
    Eg reynda starfa ekki við æskulýðsstarf í Grafarvogskirkju þó ég hafi starfað þar fyrir nokkrum árum.

    Eg hefði líka gaman af því að einhver myndi benda mér á ,,þá augljósu staðreynd að menn á vegum Bush og Blair hafa drepið mun fleiri.”
    Menn eins og Al-Zargawi lifa fyrir það eitt að drepa og skipuleggja daginn sinn út frá því. Mér finnst ekki í lagi að ,,drepa” fólk og hausinn á mér virkar held ég ágætlega. En því miður var þetta eina leiðin til að stoppa Al-Zargawi. Heimurinn verður kannski ekki friðsælli en hann allavega drepur ekki fleiri óbreytta Íraka.

    En að öðru leyti þakka ég fyrir lesturinn á íhald.is.

    Bestu kveðjur,
    Gísli Freyr

  2. Hefði hann drepið fleiri ef hann hefði verið handtekinn?
    Hvernig gengur annars hjá Hirti að svara Lárusi Viðari um sköpunarkenninguna?

  3. Djöfull er ég sammála þér Óli. Það er sagt að “one man’s terrorist is another man’s freedom fighter”. Það gildir að því er virðist bæði um Bush og Al Sarkaví.

    Varðandi þróunarkenninguna er vert að benda á ágætan pistil eftir hafnfirskan jafnaðarmann á http://www.thorfredur.blogspot.com, en það er vísað í þennan pistil á Deiglunni. Og ég er aðallega að benda á hann hér vegna þess að íhaldsmenn.is hafa greinilega skoðað síðuna þína.

Lokað er á athugasemdir.