Nýrnasteinn níðist á Óla

Dagurinn fór öðruvísi en vonir stóðu til. Ég ætlaði að eyða honum við eldhúsborðið glósandi fyrir Rannsóknirnar. Þetta plan varð að engu. Þegar ég vaknaði var ég með smá bakverk. Eftir smá tíma varð bakverkurinn verri. Ég reyndi að fara í bað til að lina verkinn en ekkert gerðist. Verkurinn versnaði bara og versnaði. Eftir að hafa reynt að koma mér vel fyrir í svona þrjú eða fjóra klukkutíma sá ég að þetta væri ekki neitt venjulegt.

Ég tók því og hringdi í Heilsugæslustöðina. Hjúkrunarfræðingurinn þar úrskurðaði að ég væri með væntanlega með nýrnastein. Hún sagði mér að ég þyrfti að koma mér á Landsspítalann við Hringbraut. Eygló var svo væn að skutla mér þangað. Sársaukinn var á þessum tímapunkti ógeðslegur. Ég fékk mitt eigið rúm á Bráðamóttökunni og tekin voru sýni af hinum og þessu. Einnig var ég kannaður á þann hátt að hjúkrunarfræðinemagreyið baðst voðalega afsökunar á. Ég fékk líka verkjalyf og þá minnkaði verkurinn sem betur fer.

Dagurinn fór að mestu í bið og í að neyta saltvatns. Ég fór í myndatöku, var skutlað þangað í hjólastól, þar sem var sprautað í mig einhverju efni sem ég man ekki hvað kallast. Ég man hins vegar að síðast þegar ég fékk þetta efni þá ældi ég. Ég ældi ekki núna. Ég bara lá á bakinu og leyfði konunni að skanna mig.

Myndatakan var endurtekin klukkutíma síðar. Þá fékk ég reyndar rosalegt samviskubit þegar grey stúlkan var að keyra mig til baka í hjólastólnum því verkurinn var alveg að hverfa. Ég beið síðan í klukkutíma og fékk þá að í fyrri myndatökunni hefði sést nýrnasteinn. Síðan beið ég í svona 20 mínútur og fékk þá lyfseðla og leyfi til að fara heim.

Læknirinn tók fram við mig að menn segðu að nýrnasteinar gætu verið sárari en barnsburður. Mig grunar einmitt að það séu frekar karlmenn en kvenmenn sem segja það. Þetta var samt djöfull sárt. Ég var alveg að fara yfir um af þessu. Ég á víst að snúa aftur eftir áramót í tjékköpp. Borða núna sýklalyf. En steininn er líklega ekki kominn alla leið ennþá.

Hér að neðan má sjá myndir (ekki fyrir viðkvæma).

Kominn í eign þvottahússins.


Hérna var ýmsu dælt úr mér og í mig.


Þarna eru verkjalyfin mín.


Þetta er saltvatnið mitt.


Ég er þarna í hjólastól með saltvatnið mitt.


Í speglinum má sjá mig, ef vel er að gáð.


Þarna er verið að mynda mig.


Þarna er ég í mínu fínasta boy band/dansari hjá Britney Spears dressi.


Saltvatnið aftur

Útsýnið úr rúminu mínu.

6 thoughts on “Nýrnasteinn níðist á Óla”

  1. Passaðu þig á þessum sýklalyfjum, fáðu þér alltaf ab mjólk eða Lgg áður en þau tekur þau. Það er líka hægt að fá ab gerla í töfluformi.

    Ps. Spítala naríur eru þægilegustu naríur í heima.

  2. Var það ekki baríumsúlfat sem var þvingað ofan í þig fyrir myndatökuna?
    Ég vona að þetta fari allt saman vel og þú verðir fljótt góður af þessu kallinn minn.

    Get well soon!
    p.s. Ég get ekki ímyndað mér að spítalanaríurnar séu neitt spes miðað við útlitið… ég vil frekar fá að halda mínum eigin ef ég leggst inn…

  3. Þær eru risastórar bómullar ömmunaríur, þær eru svo stórar að maður gæti næstum því notað þær sem samfellu, mjög þægilegt.

Lokað er á athugasemdir.