Í stað Mikka

Eftir að Mikkivefur hætti að virka þá er ég byrjaður að nota Google Reader til þess að sjá hverjir hafa uppfært bloggin sín.  Það er alveg ágætt en mig grunar að mig vanti töluvert af bloggurum á listann minn þar.  Ég á eftir útbúa eitthvað sem getur komið í staðinn fyrir Mikka á forsíðu Truflunar.  Ætti kannski ekki að pæla í því þegar ég á að vera að læra fyrir próf?  Ég hverf þá aftur inn í þjóðfræðina og velti fyrir mér hvað er ekta og hvað er feik.