Gleraugnaglámur #2 og safnanótt

2007_0223_222726aa.JPGÉg fór í sjónmælingu áðan og ég er með -1 á báðum, alveg eins og Eygló. Ég valdi gleraugu og fæ þau á morgun. Ég er búinn að nota önnur gleruaugun hennar Eyglóar í kvöld og finnst heimurinn allt í einu mun skarpari. Ég set inn mynd af mér með eigin gleraugu á morgun.

2007_0223_225534aa.JPGÉg hélt að ég myndi sleppa við þetta þar til að ég yrði fjarsýnn gamall maður en nei. Systur mínar hafa báðar verið með gleraugu frá unga aldri og bjóst lengi við því að ég fengi líka en aldrei kom dómurinn. Það kom mér því töluvert á óvart í gær þegar ég áttaði mig á að það væri nú eitthvað að sjóninni.

Mér þykja þetta engar hörmungafréttir. Ég nýtti mér það meiraðsegja áðan á fyrirlestri um kjarnorkuviðbúnað á Íslandi að taka niður gleraugun til að leggja áherslu á mál mitt. Áhugaverður fyrirlestur.

2007_0223_203540aa.JPGFór líka á Náttúrugripasafnið að skoða gervigeirfugl. Hann var svoltið gervilegur.2007_0224_031040aa.JPG
Á Borgarbókasafninu hittum við Unni sem ákvað að spjalla við hann Sverri Guðmunds um æsku hans í Reykjavík.

Á Þjóðminjasafninu svaraði ég ýmsum spurningum. Það var reyndar svoltið skondið að ég þekkti þrjá af þeim sex sem voru að stimpla fólk þar…