Gæti verið?

Ofan á sjónvarpinu liggur hulstur af Seinfeld diskum.  Þegar ég horfi á það þá sé ég móta fyrir Seinfeld lógóinu og síðan einhverjum hvítum texta.  Þegar ég set gleraugun hennar Eyglóar upp þá get séð stafina í lógóinu og einnig lesið að þetta er Season 5.  Gæti verið að ég þurfi gleraugu?
Þetta er voðalega skrýtið af því að ég hef ekki fundið fyrir því að ég sjái illa.  Áðan horfðum við Eygló saman á MirrorMask (sem við mælum bæði hiklaust með, Neil Gaiman klikkar ekki) og ég notaði gleraugu meiripart myndarinnar.  Ég sá allt skýrt þegar ég hafði gleraugun en fannst þetta fara í móðu þegar ég tók þau niður.  Áður en ég prufaði gleraugun þá hafði ég alls ekki þá tilfinningu að ég sæi allt í móðu.

Allavega ætla ég að panta tíma í sjónmælingu.  Er einhver sérstök ástæða fyrir því að ég ætti ekki að láta mæla sjónina mína í gleraugnabúð í stað þess að fara til augnlæknis?

5 thoughts on “Gæti verið?”

  1. Ekkert að sjónmælingum í búðunum, hægt að fá tíma samdægurs og kostaði kr. 2000 síðast þegar ég fór. Og jú, þetta hljómar eins og þú sért dálítið nærsýnn, svona eins og ég. Ég bjarga mér vel án gleraugna en sé betur með þau á nefinu.

  2. Jæja, ætlarðu að slást í hópinn 🙂
    Ég held að það sé í góðu lagi að láta mæla sig hjá sjóntækjafræðingi, en ef þú ætlar að verða langtímagleraugnapési þá er fínt að láta tékka sig af og til hjá lækni.

  3. Ég verð að vera ósammála hinum. Farðu frekar til augnlæknis, sumir sjóntækjamælifræðimannagaurar vita ekkert hvað þeir eru að gera. Ég fór til svoleiðis fræðings og hann sagði mig þurfi ný gler sem ættu að vera einum heilum sterkari á báðum augum. Ég keypti gleraugu en gat svo aldrei notað þau vegna höfuðverks sem fylgdi í kjölfar notkunar… 8 mánuðum síðar fer ég til augnlæknis sem segir mín gömlu gleraugu (þessi sem ættu að vera einum heilum of veik á báðum) vera fullkomin fyrir mig, sjónin ekkert versnað. Takk so mæjeð

  4. Jæja, aðeins of sein Telma. Ég fór búðina og fór í mælingu þar en það var eftir að hafa hringt í augnlækni og fengið að vita að það væri ekki laus tími fyrren í seinnihluta mars. Betra að komast að samdægurs. Næst þá fer ég hins vegar til augnlæknis.

Lokað er á athugasemdir.