Enginn í Strætó

Var það ekki bara í síðustu viku sem ég ætlaði að blogga fallega um borgarstjórnarmeirihlutann? Ókeypis í Strætó fyrir námsmenn.  En það var einhver nagandi efi hjá mér um að þetta gæti staðist.  Og já, þá kemur skellurinn.  Það á að reyna að koma í veg fyrir að nokkur geti hugsað sér að nota Strætó í sumar.  Á að gefa mér afslátt á Rauða kortið sem ég keypti mér fyrir tveimur vikum? Sem betur fer verð ég minn eigin herra í sumar og get nokkurn veginn planað daginn í kringum Strætó en hvað með þá sem ekki geta gert slíkt? Þetta á væntanlega eftir að koma niður á mér að því leyti að Eygló verður alltaf að keyra í vinnuna í sumar þannig að ég get ekki fengið bílinn nema með miklu veseni.

En þetta er stefnan hjá borgarstjórnarmeirihlutanum. Strætó er bara fyrir gamalt fólk, öryrkja, börn og unglinga. Og síðan er fólk að kjósa sama pakkið enn og aftur í ríkisstjórn. Hvers vegna eru Íslendingar svona fljótir að gleyma?