Ubuntu tilraun

Ég er að gera tilraun með Ubuntu. Ég er samt ekki í Ubuntu akkúrat núna heldur bara í gamla góða Windows XP.  Það er langt í að ég skipti algjörlega um gír.  Ég var núna áðan að stilla bootskjá Ubuntu þannig að XP kæmi fyrst.

Ég hef reyndar lent í töluverðu veseni með uppsetninguna.  Það væri augljóslega auðveldara ef ég ekki með tvö stýrikerfi.  Þetta þurfti um þrjár tilraunir til að gera þetta almennilega en núna virðist allt virka vel. Ég hef líka lært heilmikið í leiðinni.

Vandamálið við Ubuntu er að ég er of vanur að nota mín Windows forrit. Ég þarf að skoða hvaða forrit ég get notað í staðinn. Ég veit ekki hvernig ég ætla allavega að prufa mig áfram.

0 thoughts on “Ubuntu tilraun”

  1. Eða kannski skoða hvort forritin eru í boði fyrir Linux, þau eru það ótrúlega mörg…svo er alltaf Wine ef þú ert desperate

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *