Íslandshreyfingin

Svanur Sigurbjörnsson læknir sem var í hópnum sem upphaflega koma að stofnun Íslandshreyfingarinnar segir að best væri að hún drægi framboð sitt til baka.  Ég var lengi vel að vona að Íslandshreyfingin myndi taka nægilega mikið frá Frjálslyndum til þess að hún yrði þriðja hjólið í ríkisstjórn.

Ég er stuðningsmaður lítilla flokka.  Það er hins vegar þannig að vegna kosningalögin eru ekki mjög hliðholl litlum flokkum.  Íslandshreyfingin á væntanlega ekki séns á að koma að manni vegna laganna.  Þetta er ósanngjarnt því í raun eru þau á landsvísu með fylgi upp á einn til tvo þingmenn.  Ef fólk sæi að flokkurinn væri komin með menn að þá myndi það jafnvel leiða til þess að fleiri kjósendur fylgdu í kjölfarið.  Svoleiðis myndi sanngjarnt kerfi virka.

Eins og staðan er þá gæti ríkisstjórnin haldið meirihluta á þeim atkvæðum sem falla niður dauð vegna ósanngjarns kosningakerfis.  Það gæti verið eina arfleið framboðs Ómars Ragnarssonar. Hvernig er best að koma málum Íslandshreyfingarinnar í framkvæmd? Það er spurningin sem stuðningsmenn hennar þurfa að svara. Ég veit þetta er ósanngjarnt en svona er það. Þetta kerfi böggar mig.

2 thoughts on “Íslandshreyfingin”

  1. Ég held að þetta sé einfaldlega allt of seint og það er Íslandshreyfingunni sjálfri að kenna, hún fór bara of seint af stað. Ég væri alveg til í að sleppa skoðanakönnunum á síðustu metrunum fyrir kosningar en við búum ekki við það kerfi.

    Ég vona bara að þú verðir sáttur við atkvæði þitt á aðfaranótt sunnudags þegar tölurnar koma.

Lokað er á athugasemdir.