Ég var að lesa blogg hjá Eygló Harðardóttur varaþingmanni Framsóknarflokksins og rakst á þessa klausu.
Á flokksþingi VG var töluvert rætt um mikilvægi eftirlits á netinu og nefndu nokkrir framámenn í flokknum nauðsyn þess að setja á stofn netlöggu.
Nú var ég, en ekki Eygló Harðardóttir á landsfundi VG. Ég man ekki eftir að nokkur hafi nefnt eftirlit á netinu á fundinum og ég er alveg viss um að enginn nefndi neitt um netlögreglu. Þetta kom allt frá Agli Helgasyni eins og sést hér hjá Ella sem skrifaði þau samskipti upp.
Mín spurning er: Hvernig vogar þessi manneskja að ljúga svona. Hvað er að henni?
Hún er Framsóknarmaður. Er það ekki augljóst?
Þú meinar Egil Helgason, er það ekki?
Úff, Harðardóttir hefur væntanlega leitt út í Harðarson…. breytti því.
Hún er ekki heldur viðræðuhæf, ef marka má tilraunir mínar til að fá svör frá henni: http://eyglohardar.blog.is/blog/eygloh/entry/184439/#comments