Ég komst að því í kvöld að ég á vinstri grænan frænda í náfjölskyldunni. Hann Svavar, sá er ég beit í æsku, mætti á samkomuna áðan. Ég vissi að það væru ekki allir Framsóknarmenn en þetta er sá fyrsti sem ég veit um sem er opinberlega Vinstri Grænn (þó fleiri hafi væntanlega kosið flokkinn). Mikið er ég glaður.
Annað sem gleður mann er stóra könnun Félagsvísindastofnunar sem bendir til að við séum á mörkum hreinnar vinstri stjórnar. Fólk talar stundum eins og að við höfum haft vinstri stjórn en augljóslega hefur það aldrei gerst. Það væri gaman að prufa, það er allavega kominn tími til. Ég vona innilega að þetta verði möguleiki.