Bavíanar á Mogganum

Hvað ætli þurfi til þess að blaðamenn séu reknir? Í síðustu viku birtist frétt í Mogganum um að húðkrabbamein væri bara hollt fyrir mann. Það er því miður búið að fjarlægja upphaflegu fréttina þar sem kom fram að ríflega 1oo% lifðu af. Engum sem kom að fréttinni fannst nauðsynlegt að skoða málið af neinni alvöru. Elías Moggabloggari var fljótur að benda á að þetta hlyti að vera vitleysa.

Í gær birtist svo frétt á Mogganum með fyrirsögninni “Sykurlausir gosdrykkir hafa sömu áhrif á heilsu fólks og sykraðir“. Ef maður les fréttina sjálfa þá sér maður að þetta er alls ekki niðurstaða rannsóknarinnar sem fjallað er um.

Er í alvörunni svona erfitt að finna fólk sem hefur þá grunnþekkingu sem þarf til að skrifa um vísindarannsóknir? Ég held ekki. Ég held bara að þetta sé metnaðarleysi hjá Mogganum.

Niðurstaðan er einfaldlega sú að það getur verið hættulegt heilsu fólks að trúa Morgunblaðinu.