Egill og hinn þögli meirihluti

Egill Helgason segir að þögli meirihlutinn sé sammála Villa borgarstjóra um stóra bjórkælamálið. Ég efast nú um það. Sjálfur er ég voðalega lítill aðdáandi áfengis en ég get einhvern veginn ekki fengið af mér að ergja mig yfir því að fólk drekki einn og einn bjór á Austurvelli. Það hefur aldrei pirrað mig. Ef fólk er að hugsa um að losna við áfengisdrykkju útigangsmanna þá hef ég ekki orðið var við að sá hópur sé mikið að spá í hvort að áfengið sé kalt eða ekki. Mig grunar að þeir hugsi frekar um hvort alkahólprósentutalan sé nógu há.

Ég get annars ekki hætt að vera hissa hvernig íhaldsmenn og frjálshyggjumenn geta verið saman í einum flokk. Kannski er það bara satt að frjálshyggjan sé, í þessu tilfelli allavega, dulargervi ungra íhaldsmanna.