Við Eygló skruppum áðan í bíó. Sáum ekki neitt sem okkur fannst beinlínis spennandi. Eygló stakk upp á Dan in Real Life sem ég vissi ekkert um. Hún var fyndin á mannlegan hátt. Mæli alveg með henni.
Áramótin voru voðalega notaleg. Við björguðum Hjördísi frá þessu partíi og kvöddum Eggert sem er núna væntanlega á Löven.
Maturinn heppnaðist ágætlega. Kartöflurnar betri en á aðfangadagskvöld en ekki nógu góðar (meiri rjómi). Við tækifæri þarf ég að yfirheyra Arnheiði um það hvernig hún gerir þetta því hennar brúnuðu kartöflur eru þær bestu. Ísinn var góður en undarlegur. Frábært að nota alvöru vanillufræ út í. Mjög jömmí.