Skrudda og Negrastrákarnir

Það er töluvert algengt að íslenskir útgefendur láti prenta bækur sínar erlendis. Þetta gerir Skrudda til dæmis. Þegar íslenskar bækur eru skráðar hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni er landið sem bækurnar eru prentaðar í skráð. Ef við förum í Gegni og leitum uppi allar bækur sem Skrudda gaf út í fyrra þá fáum við 29 færslur. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar þá kemur í ljós (með því að fara í svið 260 í MARC sniðinu) að yfirgnæfandi meirihluti bókanna eru prentaðar erlendis. Í raun er það bara ein bók sem er prentuð innanlands og það er Negrastrákarnir.

Það gætu verið ýmsar ástæður fyrir þessu en ég hef eina tilgátu. Skruddumenn hafa einfaldlega verið hræddir við það hvernig erlendir samstarfsaðilar þeirra myndu bregðast við þegar þeir sæu hverslags bók útgáfan væri að gefa út og það hefði slæm áhrif á samstarfið. Hefur einhver betri tilgátu?