Ánægjulegt hádegi

Í hádegi fór ég í Háma og borðaði með Eygló. Ég sleppti hamborgurunum í vinnunni af því ég er vanur að mötuneytishamborgarar séu alltaf, allsstaðar, vondir.

En það er alltaf gaman að fara í Háma, meira af fólki heldur en ég bjóst við. Sá meðal annars Erlend sem ég borðaði reyndar hádegismat með í gær, erkihetjuna mína og annað gott fólk. Eftir mat fór í Bóksöluna og þar sem ég stóð við trúleysisbókaborðið kom maður sem ég kannaðist við útlitið á þó ég hefði aldrei hitt hann í eigin persónu. Ég ákvað að prufa að byrja að spjalla við hann um bækurnar og allt samtalið var ánægjulegt, kynnti mig meiraðsegja fyrir honum. Þetta var sumsé Pétur Tyrfingsson.

Það væri nú gott ef allar bókabúðir væru með svona trúleysisbókaborð til að maður geti hitt áhugaverða trúleysingja og spjallað.