Þetta er síðasti vinnudagurinn minn í nærri mánuð. Því miður er ég ekki bara að fara í tóma afslöppun en verkefnin sem bíða eru flest skemmtileg. Á morgun er reyndar planið að girða heima. Það er svona til mótvægis því flest annað sem ég er að fara að gera reynir meira á heilabúið en líkamann.