Gúrkur, kjánalæti, skrýmsli, klám og Kafka

Í dag lærði ég að í Noregi og Hollandi er talað um gúrkutíð. Í enskumælandi löndum er þetta kallað silly season.

Fáir standa sig jafnvel og sumarstarfsmaðurinn á morgunblaðinu sem hefur birt fréttir af snjómanninum ógurlega, geimverutrú geimfarans og dauða hunduinum/þvottabirninum á ströndinni. Þetta hlýtur að vera sami náunginn sem ber ábyrgð á þessu öllu.

Ég komst líka að því að líklega vissu flestallir sem eitthvað vita um Kafka af því að hann átti klámblöð, engum þeirra hafði bara dottið í hug að nota þetta til auglýsa bækurnar sínar eins og náunginn sem komst núna í fréttir. Núna erum við í þeirri frábæru stöðu að ótal manns sem aldrei kæmi til hugar að lesa bók eftir Kafka veit allavega að hann átti klámblaðabunka.