Nýr meirihluti í borginni

Það er svolítið skondið að sjá menn hvetja til þess að Sjálfstæðismenn gangi aftur í ból Framsóknar. Mig grunar að það væri leiðin til að ganga endanlega frá pólitískum frama margra sem eru þar innanborðs.

Annars verð ég að segja að ég, eins og Egill Helgason sem ég er ekkert alltof oft sammála, að flokkakosningar í sveitastjórnarmálum séu óþarfar og að mikið betra væri ef kosið væri um einstaklinga. Við vitum náttúrulega að utan Reykjavíkur þá er það oft málið þó menn þurfi að kross við listabóksstaf til að kjósa þann sem manni líkar.