Verjumst stríði, vopnumst

Það er sorglegt að fylgjast með kjánum sem halda að stríðið í Suður-Ossetíu og Georgíu sýni fram á það að við þurfum að fara að byggja upp her. Hið augljósa er að þó fæstir kannist við það þá hefur þetta svæði verið eldfimt lengi. Við bara einfaldlega búum ekki við svoleiðis aðstæður. Við höfum ekki nágranna sem hafa áhuga á að skipta sér að okkur með vopnavaldi. Mér sýnist líka á þessu svæði að það séu bara Rússar sem séu að græða eitthvað á því að hafa her. Suður-Ossetar hafa her en hann er svo mikið minni en her Georgíu og um leið er her Georgíu mikið minni en her Rússa.

Í stuttu máli þá er þetta ekki aðstæður sem við getum samsamað okkur við á nokkurn hátt.