Símanúmeraþjónusta Óla

Áðan var hringt í farsímann minn og einhver frá Hagstofunni var að spyrja um Eygló. Ég spurði hvers vegna það væri verið að hringja í minn síma til að ná í Eygló og fékk þau svör að þetta væri eina númerið sem væri skráð hjá þeim (væntanlega á heimilisfangið). Ég benti henni vinsamlegast á að fletta Eygló bara upp í símaskránni, þar væri hún skráð. Þetta gerðist á bílastæðinu hjá Elkó. Eygló keyrði heim og á leiðinni var hringt í símann hennar. Ég náði í símann og kíkti á hann, það var sama númer og áður. Ég svaraði “síminn hennar Eyglóar”. Stúlkan kynnti sig en ég benti henni á að hringja eftir svona 20 mínútur því Eygló væri að keyra. Mig grunar að hún sé ekki aðdáandi minn. Eygló þótti þetta hins vegar fyndið.

En það er ekki hlutverk mitt að vera að gefa upp símanúmer Eyglóar hægri vinstri. Ég er með farsíma fyrst og fremst til að vinir og vandamenn geti náð í mig. Ég er ekki 118 þjónusta.