Andlegt sjálfstæði til sölu

Út er komin bókin Andlegt sjálfstæði. Ritstjórinn er ég.

Í stuttu máli er bókin samansafn þýðinga á verkum bandaríska mælskumannsins Robert G. Ingersoll ásamt útvarpserindi sem upprunalegi þýðandi verkanna, Pjetur G. Guðmundsson, flutti ári ð1936 og hét einfaldlega Trú og trúleysi. Í bókinni er merkilega margt sem ennþá á við í dag. Texti Ingersoll er ákaflega lipur og ég nefndi um daginn hvað Eygló þótti hann fyndinn.

Erindi Pjeturs er styttra en líka beitt. Það á líka því miður en við um flest í dag, sérstaklega gagnrýni hans á samband ríkis og kirkju. Ég efast um að hann hefði trúað því að hundrað og einu ári eftir að samþykkt var ályktun um aðskilnað á Alþingi og 72 árum eftir að hann flutti erindi sitt væri þetta ástand enn við líði.

Bókin fæst í Bóksölu stúdenta og fer vonandi í aðrar bókaverslanir á næstu dögum. Þeir sem vilja frekar skipta beint við mig geta hins vegar haft samband.