Alvöru efnahagskerfið

Á Akueyri er nýstækkuð verslunarmiðstöð þar sem áður voru verksmiðjur. Mér þykir það táknrænt. Það sem mér þótti gott að sjá í breskum fjölmiðlum er að menn gerðu sífellt greinarmun á fjármálabraskinu öllu og “the real economy”. Við höfum búið í sýndarheimi fjármálabrasksins lengi og höfum gleymt því sem er alvöru. Reyndar mega álverssinnar eiga það að þeir átta sig aðeins á þessu þó að hjal þeirra um álver sýni að skilningurinn ristir ekki djúpt.

Við þurfum að framleiða eitthvað og þá nauðsynlega eitthvað allt annað en ál til að tryggja grunninn betur. Það eru til einhver fyrirtæki sem gera þetta en ekki nógu mörg. CCP og Össur eru góð dæmi um þetta. Ég hef ekki heyrt hvernig Actavis stendur en vonandi er það ekki horfið frá okkur. Við þurfum á svona fyrirtækjum að halda en ekki fleiri álverum. Efnahagur okkar verður ekki endurbyggður með hvelli því slíkt er dæmt til að mistakast. Við þurfum hægfara og staðfasta uppbyggingu með margar rætur.

Nema að sósíalismi sé málið. En líklega hefur félagi Vésteinn rétt fyrir sér þegar hann segir að í VG séu bara vinstri kratar en ekki sósíalistar.