Mun Framsóknarflokkurinn játa sekt sína?

Það er magnað að fylgjast með Framsóknarmönnum þessa daganna. Enginn þeirra virðist muna eftir því að þeir voru þar til nýlega í ríkisstjórn og studdu þá stefnu sem varð efnahagskerfi okkar að falli. Þeir hafa gleymt því þegar Guðni sagði að ef VG kæmist til valda yrði “útrás bankakerfisins […] stöðvuð” (sem í dag hljómar eins og mestu gullhamrar). Framsókn tók líka þátt í því að koma Davíð í þá stöðu sem hann er í dag og ber því einhverja ábyrgð á hans mistökum.

Til að sýna að þetta er ekki einhver blind heift til handa þeim bendi ég á að Framsóknarmenn eiga sín afrek því að ef Samfylkingin hefði verið í stjórn í stað þeirra, frá til dæmis 1999, væri íslenskur landbúnaður nær dauður (nú sjá flestir mikilvægi hans), Íbúðalánasjóður væri í stórhættu ef ekki búinn að vera og heilbrigðiskerfið hefði farið í meiriháttar einkavæðingarferli.

Ég held hins vegar að staðan væri margfalt betri ef VG hefði verið í stjórn (jafnvel frá sjónarhóli frjálshyggjumanna því þá ættum við í mesta lagi tvo ríkisbanka).