Aftur um kosningar

Eitt af því sem er skilyrði fyrir því að núverandi ríkisstjórn sitji áfram er að hún hafi stjórnarandstöðuna með í ráðum. Það er ekki að gerast. Stjórnarandstaðan virðist ekki einu sinni vera upplýst um stöðu mála. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin er umboðslaus til aðgerða í núverandi stöðu. Hún var kosin við allt aðrar aðstæður. Ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram einleik þá ætti að boða til kosninga eins fljótt og auðið er í stað þess að bíða.