Aðgerða þörf vegna verðtryggingar

Það er alveg óskiljanlegt að ekkert hafi raunverulega verið gert vegna verðtryggingar húsnæðislána. Það er ekki hægt annað en að stoppa hana allavega tímabundið og þá er ég ekki að tala um að áfram safnist á höfuðstólinn. Ef ekkert verður að gert mun fólk hætta að borga af lánunum í stórum stíl, annað hvort af þörf eða vonleysi. Slíkt myndi hafa mikið verri áhrif á Íbúðalánasjóð og aðrar lánastofnanir. Þessar stofnanir myndu sitja eftir með þúsundir verðlausra eigna sem ekkert er hægt að gera við. Við sem þjóð myndum síðan fá þetta í hausinn hvort eð er. Betra væri að láta fólk halda húsnæðinu og greiða áfram minna af því heldur en að fá ekkert.

Hugsanlega er ég að leggja til að ríkið niðurgreiði húsnæði og ég er sáttur við það. Það var ríkinu, eða kannski Framsóknarflokknum sérstaklega, að kenna að þessi gríðarlega verðbólga varð á húsnæðismarkaði.