Íslenskupróf fyrir Íslendinga

Ég tek undir með Matta . Einfaldast væri náttúrulega að reka alla úr landi sem ekki stóðust samræmt íslenskupróf – eða allavega svipta þá kosningaréttinn til að fækka atkvæðum Frjálslynda flokksins. Síðan gætum við látið verðandi ríkisborgara fara með trúarjátninguna og faðirokkarið. Við getum líka öll munað eftir jólunum þar sem ólétt móðir Jesú var rekin úr landi af því að þau hjónin kunnu ekki íslensku. Eða eitthvað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *