Slúðurblaðið Mogginn

Á VefMogganum er frétt um að leikarinn Jamie Foxx hafi verið að hvetja til skyndikynna. Það sem gladdi mig við þetta var hins vegar myndatexti í fréttinni:

Ofurtöffarinn Jamie Foxx færir slúðurblöðum nægan starfa. Reuters

Ég efast stórlega um að Moggamaðurinn sem skrifaði þetta hafi áttað sig á því hve afhjúpandi þetta er. Að sjálfssögðu er Mogginn slúðurblað enda notar það endalausar hálfsannar fréttir af leikurum, söngvurum og öðrum gemlingum til að hala inn lesendum.

Leave a Reply