Fréttir hverfa á Mbl

Hildigunnur bendir áfrétt um ríkidæmi Björgólfs yngra hafi horfið af VefMogganum. Ætli þeir hafi hræðst hvernig yrði bloggað við fréttina? Eða ætli einhver hafi þegar bloggað við fréttina? Allavega hefði verið vandræðalegt fyrir þá að þurfa aftur að loka fyrir blogg á frétt um rétt tengdan mann og því ákveðið að best væri að fréttin sjálf væri ekki til lengur.

Síðan er spurning með framhaldið. Ætli fréttin poppi aftur inn þegar þeir sjá að tekið var eftir þessu? Og hún poppi þá jafnvel út þegar einhver ákveður að hagsmunir rétta fólksins séu meiri en trúverðugleiki (fliss) Moggans?