Tveggja daga vinnuvikan

Í gær og í dag hefur mér fundist eins og vinnuvikan ætti bara að vera tveir dagar. Bæði er þetta út af jólafríinu og vegna þess að fyrstu tvo daga vikunnar er ég einmitt í útlegð frá skrifborðinu mínu.

En ég hyggst taka upp 2-3 daga vinnuviku frá og með febrúar. Það gefur manni færi á að skrifa eins og eina meistararitgerð, eða restina af henni.

Ég er annars frekar geispandi. Stefna kvöldsins er að sofna ekki fyrren í fyrsta lagi tíu svo ég nái heildstæðum nætursvefni.

Skildu eftir svar