Stjórnlagaþing?

Eggert er búinn að vera að reyna að sannfæra mig um ágæti stjórnlagaþings. Ég er enn efins en hann hefur aðeins unnið á. Ég er samt skíthræddur við hverslags tækifærissinnar eiga eftir að poppa inn sem mögulegir fulltrúar. Síðan er spurningin hvaða hugmyndum á að vinna út frá. Væri hægt að ganga til kosninga um grunnhugmyndir? Þar gæti maður valið: Ég vil skilja á milli ríkisstjórnar og þings, ég vil frekari möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum og þess háttar. Veit ekki.

2 thoughts on “Stjórnlagaþing?”

  1. Hvað á svo að vera undir þessu þingi?
    Mannréttindakaflinn? Staða þjóðkirkjunar? Fjöldi kjördæma?
    Þetta er held ég veruleg ormagryfja sem menn opna þarna á.

    kv.Þórir Hrafn

Lokað er á athugasemdir.