Stúdentar kjósa til hægri

Vaka sigraði í Stúdentaráðskosningum. Maður hefði haldið að sú staðreynd að stór hluti þeirra sem hafa undanfarið komið Íslandi ofan í ræsið séu gamlir Vökuliðar hefði einhver áhrif á þetta en svona er þetta. Maður verður núna bara að þakka fyrir að Menntamálaráðherra er til vinstri og vona að hún haldi sínu starfi eftir kosningar.

Ég sá eina Vökumanneskju halda því fram að Röskva hefði klúðrað námslánamálum. Kommon. Það var Gunnar Birgisson sem stjórnaði því hvernig þeir samningar komu út og hann er flokksfélagi meirihluta þeirra sem hafa farið í framboð fyrir Vöku (þeir ganga ekki í flokkinn fyrren eftir að þeir hætta í stúdentapólitíkinni til að segjast vera óflokksbundnir).

En eins og venjulega er aðalniðurstaðan sú að stúdentar hafa ekki áhuga á stúdentapólitík. Kjörsókn var bara tæplega 34%. Kosningakerfið sjálft er ónýtt, bjánalegt og ógegnsætt.