Afmælið og svoleiðis

Á laugardagskvöldið held ég upp á afmælið mitt og býð upp á einhverjar kökur, brauð og þess háttar. Allir vinir mínir eru vissulega velkomnir, bara látið mig vita ef þið viljið líta.

Viðtalið í Fréttablaðinu hefur vakið athygli, sérstaklega þær uppljóstranir sem þar er að finna. Best þótti mér að heyra um viðbrögð Sóleyjar Önnu sem er næstum sex ára. Hafdís systir mín bloggaði um þau:

Dóttir mín las viðtalið og hváði í miðjum lestri “HA, á Óli von á barni?” Við höfðum ekkert haft fyrir að tilkynna henni þetta enda eru margir mánuðir enn í júlí og erfitt fyrir litla manneskju að bíða svona lengi.

Það var semsagt búið að ákveða að upplýsa þetta um það bil um afmælið mitt og þegar Fréttablaðið hringdi ákvað ég bara að láta þetta flakka. Það er líka farið að sjást á Eygló þannig að þessu verður ekki leynt mikið lengur.

5 thoughts on “Afmælið og svoleiðis”

Leave a Reply