Virki bloggarinn virkur

Verð að skella inn eins og einni færslu í tilefni dagsins. Óli bróðir er nefnilega afmælisbarn dagsins og er hvorki meira né minna en 30. Þetta hafa auðvitað allir lesendur Fréttablaðsins séð og vita nú af væntanlegum erfingja þar á bæ. Dóttir mín las viðtalið og hváði í miðjum lestri „HA, á Óli von á barni?“ Við höfðum ekkert haft fyrir að tilkynna henni þetta enda eru margir mánuðir enn í júlí og erfitt fyrir litla manneskju að bíða svona lengi.

Af mér er það helst að frétta að ég er orðin skautadrottning. Byrjendanámskeið fyrir fullorðna, sem ég skráði mig á, er sko alls ekkert byrjenda. Það er bara framhalds. Ég er farin að æfa snúninga og hopp og stökk, sem ég hafði alls ekki reiknað með. Það endar líklega með þreföldum axel eins og ég var búin að gantast með. Annars er ég bara komin á kaf í kennslu og tilheyrandi. Fundahöld út í eitt. Kvikmyndaáfanginn fer vel af stað, hvernig er annað hægt þegar maður byrjar á að sýna Terkel í knibe 🙂 .