Leti

Að þessu sinni er það ekki ég að kvarta hástöfum yfir eigin leti. Neibbs. Ég var á dauðasyndafyrirlestri í dag, fluttum af Þorvaldi Þorsteinssyni. Þar sem ég þjáist af þeirri veiki að vera yfirleitt sammála síðasta ræðumanni þarf ekki að koma á óvart að ég var yfir mig hrifin af Þorvaldi. Hann er afskaplega líflegur …

Eiki rauði

Þarf varla að nefna það hvað ég er ánægð með minn mann. Kaus meira að segja til að sýna stuðning í verki… Ég er svo ánægð með hvað hann er jarðbundinn og virkar voða mikið hann sjálfur. Og lagið er bara dúndur. Það verður bara betra og betra. Ég skil þó vel áhyggjur þeirra sem …

Konudagur

Ójá. Það er búið að dekra við mig. Ég er vel gift. Svo vel að ég er svona 9000 kaloríum feitari eftir daginn í dag en maðurinn minn er samt skotinn í mér 🙂

Ebay æði

Þá er fyrsta varan frá Ebay alveg að koma í hús. Fékk þennan leiðindamiða frá tollinum í dag. Já þið megið skoða póstinn minn. Sendið mér hann bara!! Ég tók sem sagt smá kaupæði á ebay. Allt fyrir dóttur mína. Ef allt gengur að óskum mun hún eftir þetta eiga prinsessukjóla og hárkollur og Sollu …

Helgarblogg

Uhh, föstudagskvöldið var þannig að það er varla hægt að játa það. Horfði á ömurlegt sjónvarp allt kvöldið, var að fá fyrstu merki um pest og ekki í neinu stuði fyrir eitt né neitt (er með svona asnalegt kvef sem nær frá augum niður í nef, en blessunarlega hef ég þokkalegasta bragðskyn og litlar hósta- …

Fer hamförum

Það er frekar langt síðan ég var svona dugleg að blogga. Hvort það er vegna mikilla frétta af samkvæmis- og einkalífinu eða léttis að geta enn á ný hangið í tölvu, ja, já… Í gær var sumsé gífurleg menning í gangi. Við fórum fyrst hjónin á Amtið og hlustuðum á Úlfhildi Dagsdóttur flytja fyrirlestur um …

Bíó og bækur

Við hjónin áttum smá barnlausa helgi. Strumpa var sett í pössun á laugardag af því að við stefndum að spilakvöldi við Catan – félaga okkar. Þegar var búið að koma barninu fyrir fengum við síðan afboð vegna veikinda. Hins vegar hafði Sóley verið svo spennt að fara í gistingu að það þótti ekki fallega gert …