Leti

Að þessu sinni er það ekki ég að kvarta hástöfum yfir eigin leti. Neibbs. Ég var á dauðasyndafyrirlestri í dag, fluttum af Þorvaldi Þorsteinssyni. Þar sem ég þjáist af þeirri veiki að vera yfirleitt sammála síðasta ræðumanni þarf ekki að koma á óvart að ég var yfir mig hrifin af Þorvaldi. Hann er afskaplega líflegur …

Konudagur

Ójá. Það er búið að dekra við mig. Ég er vel gift. Svo vel að ég er svona 9000 kaloríum feitari eftir daginn í dag en maðurinn minn er samt skotinn í mér 🙂

Bíó og bækur

Við hjónin áttum smá barnlausa helgi. Strumpa var sett í pössun á laugardag af því að við stefndum að spilakvöldi við Catan – félaga okkar. Þegar var búið að koma barninu fyrir fengum við síðan afboð vegna veikinda. Hins vegar hafði Sóley verið svo spennt að fara í gistingu að það þótti ekki fallega gert …