Brúðkaupsveislan

Þá er þeirri hátíðinni lokið. Brúðkaupsveislan okkar hér nyrðra tókst með eindæmum vel. Við skáluðum fyrir brúðhjónunum í freyðivíni og gæddum okkur á brúðkaupstertunni (sem var alveg óhugnarlega góð, takk forsjón að ég búi ekki í Reykjavík þar sem ég kæmist í kökuna að vild.) Anna kom með brúðkaupsrauðvínið, ferskt frá frönsku vínekrunni hans Henriks. …

Vá, nýtt lúkk

Jahá! Sem maður ætlar að blogga í sakleysi sínu mætir manni nýtt og svaka fínt lúkk. Gott mál það. Ég er sem sagt ekki hætt frekar en fyrri daginn en vikan hefur verið erfið. Amma dó á föstudaginn og ég sat eins mikið og ég gat hjá henni síðustu dagana. Þið missið af mörgum skemmtilegum …

Hrakfarir dagsins

Sem ég las vegabréfspistilinn hans Óla rifjaðist upp fyrir mér að vegabréfið mitt er einmitt að renna út um mánaðarmótin, og tímabært að huga að endurnýjun fyrir Edinborgarferðina. Svo ég gróf það gamla upp og sparslaði í stærstu hrukkurnar (þó ekki rassinn því hann er ekki með á passamynd). Síðan fór allt í óefni og …

Afrekin gerast enn

Úff, þá er ég loks búin að fara yfir ritgerðir í fjarkennslunni. Eins og venjulega var þetta ekki eins voðalegt og ég hélt en hvílíkur léttir að vera búin. Ég stefni að því að tjá mig síðar um Eurovisjon þátt gærkvöldsins, ég náði ekki að að sjá hann sökum anna í sjónvarpsglápi, sá þó danska …

Hvar á ég að byrja?

Jamm, þessir uppsöfnuðu vikupóstar eru alveg voðalegir. Þetta fer að verða jafn lélegur brandari eins og sá annar-vissi í fjarkennslunni hjá mér „já nú skal ég sko fara yfir ritgerðirnar strax“. Það sem stendur næst mér í tíma er Eurovisjon – missti nefnilega af herlegheitunum á laugardaginn var en hafði rænu á að taka þáttinn …