Vá, nýtt lúkk

Jahá! Sem maður ætlar að blogga í sakleysi sínu mætir manni nýtt og svaka fínt lúkk. Gott mál það.
Ég er sem sagt ekki hætt frekar en fyrri daginn en vikan hefur verið erfið. Amma dó á föstudaginn og ég sat eins mikið og ég gat hjá henni síðustu dagana. Þið missið af mörgum skemmtilegum sögum af því að ég nenni ekki að gera neina upprifjun á vikunni, meðal annars Sóley í sundi og Sóley í mat í VMA að svolgra í sig rauðvín og hvítvín (óáfengt reyndar).

Ég var að ljúka einu afrekinu enn, að þessu sinni kláraði ég að fara yfir spóluverkefnin í fjarkennslunni (allt nema eitt af því að viðkomandi sendi diktafónspólu, mér láðist að banna það í fyrirmælum – þarf að laga það).

Anna systir kom á föstudaginn og er með annan fótinn hjá mér. Sóley nýtur þess að hafa frænku til að dekra við sig.

Við horfðum á Júróvisjón í gær og það verð ég að segja að mér líst vel á Svíþjóð. En hvað var þetta með Fab five lúkkalækið frá Írlandi. Kyan mættur með ljóst hár??? Spáið í því.