Auglýsingar

Þessa dagana eru í gangi auglýsingar með tveimur fyrrum leikbræðrum, annars vegar Jóni Gnarr og hins vegar Þorsteini Guðmunds. Ég er svo að pæla með þær – er Jón Gnarr búinn að drepa niður í manni húmortaugina sem maður hafði til hans áður með þessum ömurlegu pistlum í Fréttablaðinu eða hvað? Hvað sem veldur, lottó-auglýsingarnar …

Ofur-ræma

Það bar til tíðinda nú í kvöld að við fórum í bíó. Mér er ómögulegt að muna hvenær það var síðast. Kannski var það Star Wars. Ég er líka orðin mjög kresin á hvað ég sé (nema nú sá ég reyndar trailer sem lofaði góðu af því að Viggo var svo sætur) og þess vegna …

Varúð – vínauglýsing

Verð bara að koma á framfæri að ég er að drekka alveg feykifirnagott rauðvín. Þið sem fílið mjúk og mild vín takið eftir. Vínið með stórum stöfum heitir Mezzogiorno Nero d’Avola. Stendur alveg ljómandi eitt og sér og er ódýrt. Ummm-da. Ég held að ég klári bara flöskuna.

I-pod átak

Ég hef ekki staðið mig sem skyldi síðan ég fékk I-poddinn minn að hlaða inn öllum uppáhalds ómissandi diskunum mínum en er í smá átaki núna. Svo þarf ég nauðsynlega að gera góða play-lista. Sé sérstaklega fyrir mér nauðsyn þess að hafa góðan 80’s lista, af því að ég á ógrynni af eighties tónlist, afar …

Vetrartíminn

Þá held ég að veturinn sé opinberlega kominn á mínu heimili. Vetrarsvefninn er að taka völd. Sofnaði um ellefu í fyrrakvöld og upp úr hálf tíu í gærkvöld – yfir Harry Potter upphituninni 🙂 Enda var ljúft að vakna í morgun.

Vinur minn Robbie

Var að ljúka við að lesa ævisögu (ef ævisögu skyldi kalla) Robbie Williams (sem er mikill vinur minn eins og dyggir lesendur vita). Það var ansi mögnuð lesning. Ég gerði mér enga grein fyrir hvað er til mikið af fuuuurðulegu fólki í heiminum en þarna voru mýmörg dæmin. Allar grúppíurnar til að mynda, sem allar …

MoR Duran

Menning gærkvöldsins var sem sagt sú að fara á tónleika enn eina ferðina, ég fer held ég að kaupa mér áskriftarkort. Að þessu sinni að sjá Margréti Eir og Róbert flytja Duran Duran lög (og fáein önnur sem flutu með). Það er ekkert flóknara en það að ég bendi lesendum á að þau verða á …

Konungleg skemmtun

Ja, mikið var hann Frikki nú sætur í gær. Hann missti ekki krúttfrontinn eitt augnablik. Fór sem sagt í boð með aðalkóngavinkonum mínum í gær, dönskugellurnar úr Síðuskóla og við stundum yfir Frikka sæta og frú. Skemmtilegt spjall við þau skötuhjúin og ekki laust við að María roðnaði ögn í vöngum þegar hún var spurð …

Sumri hallar…

… og alvara lífsins tekur aftur við. Á morgun hefst vinna. Fékk „barnið“ í hendurnar í fyrradag (Dansk grammatik – tekið saman af Hafdísi Ingu Haraldsdóttur) og það lítur vel út og verður gaman að sjá hvernig það virkar out in the real world. Skítaveður þessa síðustu frídaga – passlega blíðuspá fyrir morgundaginn. Þannig hefur …