MoR Duran

Menning gærkvöldsins var sem sagt sú að fara á tónleika enn eina ferðina, ég fer held ég að kaupa mér áskriftarkort. Að þessu sinni að sjá Margréti Eir og Róbert flytja Duran Duran lög (og fáein önnur sem flutu með). Það er ekkert flóknara en það að ég bendi lesendum á að þau verða á Borginni annað kvöld (held ég) og ég mæli algjörlega með því að skella sér. Ég var fyrirfram efins um hvernig ég væri að kaupa Duran með kvenmannsrödd og bassaundirleik en það var einfaldlega þannig að sum lögin slógu óriginal útgáfunni út. Vissulega fyrst og fremst í þeim lögum sem mér hugnast ekki svo í óriginal. Tökum til dæmis Save a Prayer – sem er vissulega flott lag en ég er bara búin að óverdósa algjörlega á því. Þau tóku það alveg hrikalega í nefið. Það voru amk margar gæsahúðir sem spruttu fram og ég splæsti í disk með þeim.