Danmörk kvödd

Síðustu dagar hafa einkennst af niðurpökkun og þrifum en þó höfum við bæði lagt land undir fót og fengið gesti. Um síðustu helgi fórum við á Fjón. Áttum fyrst alveg frábæran dag í Egeskov slot, vorum þar sannir túristar. Mæli virkilega með ferð þangað fyrir þá sem eiga leið um nágrennið. Þarna var eitthvað fyrir …

Hátíðarhöld

Strumpan kvaddi bekkinn sinn fyrir viku og var leyst út með alls kyns gjöfum auk teikninga með kveðjum frá öllum í bekknum. Ein til að mynda af henni sem hafmeyju, þar sem teiknarinn hafði skrifað að þetta væri „en tro kopi af dig“ … sá hafði verið með afmælisveislu heima og býr svo vel að …

Kveðjustundir

Í síðustu viku voru tvær kveðjustundir. Fyrst kvaddi ég LC klúbbinn minn, við áttum góða stund í „kolonihavehus“ einnar. Ég vona svo sannarlega að ég fái tækifæri til að hitta þær aftur en hálf skrýtin tilhugsun að það verði kannski ekki. Seinni kveðjustundin var svo á föstudag þegar við kvöddum dagmömmu Skottunnar. Það er mikil …

Í löngu máli

Þá er mánuður síðan síðast og fer að minna á gamla daga, þegar mátti þakka fyrir að bloggið væri svo reglulegt og oft að það mætti kalla það hið mánaðarlega. Að þessu sinni hafa gestakomur og ferðalög komið í veg fyrir skriftir, ég þykist vera svo góður gestgjafi að ég sitji ekki löngum stundum í …

Góðir gestir

Þá eru MA kennarar komnir og farnir. Fyrst fengum við dönskudeildina og heiðurmeðlimi í mat (Selmu og Þengil, Ragnheiði og Jónas og Gunnu). Mummi skellti í fiskefrikadeller, það verður auðvitað að halda í danskt þema. Við vorum leyst út með gjöfum, stelpurnar fengu sælgæti og við líka auk þess að fá Gammel dansk. Áttum ágæta …

Af sunnudagsrúntum og páskastemmingu

Ég gleymdi alltaf að segja frá einum yndislegum sunnudagsrúnti sem við tókum í síðasta mánuði. Ég hafði rekist á frásögn um hverfi hér í Árósum sem heitir Finnebyen. Þannig var að eftir seinni heimstyrjöld var gríðarlegur húsnæðisskortur hér og sveitarfélagið festi kaup á 122 timburhúsum frá Finnlandi, sem voru 56 fermetrar að stærð 🙂 . …

Heilsupósturinn (viðkvæmir hlaupi yfir fyrsta hlutann)

Strumpan var aðalefni síðustu færslu, hún er nú búin að ná sér vel, lítur orðið þokkalega út en þráir heitast að veikjast aftur, bara vægar í þetta skiptið, því þjónustan er nánast orðin „non existent“ eftir að hún náði sér á strik. Skottan krækti sér í enn eina magakveisuna, svo nú má sú eldri horfa …