Giftingarlistinn góði frá því í MA – sennilega seinna en listinn yfir það sem prýðir góðan mann, staðsetjum hann í 3. bekk eða þar um bil. Hann á tvo einstaklinga sameiginlega með elskhugalistanum mínum, m.ö.o. eru þeir órjúfanlegur þáttur af mínu lífi. Annars vegar er það George Michael (þetta var nb áður en hann kom …
Monthly Archives: ágúst 2004
Og hvað prýðir góðan mann?
Já, það var þessi listi sem ég rakst á (held ég síðan í 2. bekk í MA og þar af leiðandi svona 14 ára gamall) sem innihélt öll skilyrðin sem minn komandi maður þurfti að uppfylla. Fyrst voru það útlitsskilyrði (og dæmi svo hver fyrir sig hvað passar við Mumma…) Minn góði maður átti að …
Walking down Memory Lane
Við erum á fullu að pakka og stöndum okkur gríðarlega vel (sem ætti að útskýra þessar löngu bloggfjarverur). Það sem er jákvætt við lítið geymslupláss í nýja húsinu er að maður neyðist til að henda eins og brjálaður. Þannig að ég tók það stóra skref í gær að henda gömlu möppunum mínum úr Menntaskólanum!! Það …
Nýjustu tíðindi
Jamm, við erum einu skrefi nær að verða virðulegir húseigendur. Við fengum gagntilboð í gær sem við samþykktum undireins, svo nú erum við bara í framtíðardraumunum, skoðum liti og spáum og spekúlerum hvað við þurfum að gera. Endanlegur fögnuður verður ekki fyrr en við undirskrift en þetta lítur allt vel út. Ég held að öll …
Beðið í ofvæni
Það er eitt og annað í gangi þessa dagana. Flest snýst um húsakaup því þannig er mál með vexti að við fengum tilboð í íbúðina okkar í fyrradag sem við gengum að. Svo ef það fer að óskum þurfum við að flytja út eftir þrjár vikur (úff…). Við fórum auðvitað hið snarasta á stúfana að …
Elsku kellingin mín
Sóley átti alveg snilldartakta í gær. Sem við hjónin lágum uppi í rúmi fór hún í fyndna kastið sitt, kyssti okkur í bak og fyrir og vinkaði kröftuglega bless. Labbaði ögn frá rúminu, kom aftur og endurtók leikinn og gerði það svona þrisvar – fjórum sinnum. Þá spurði ég hvort hún vildi ekki líka kyssa …
Sólskin í heiði
Mikið er extra indælt að vera til þegar er gott veður. Ég er búin að liggja úti á palli og hafa það gott, það eina sem vantaði var að hafa eitthvert pallavín við hendina, þá hefði þetta verið fullkomið. Aðlögunin hjá dagmömmunni gengur annars með ágætum. Það var með sting í hjarta sem ég yfirgaf …
Áthelgin mikla
Ég geri orðið fátt annað en að skrifa átsögur hér inn, einhverjir sjá mig eflaust margfalda fyrir sér 😉 En það var enn eitt matarboðið á föstudaginn, þá komu Helgi og Katrín frænka þeirra bræðra í mat. Eins og venjulega þegar þeir matbræður koma saman þá var vel veitt. Við fengum okkur rjómahvítlaukshumar í forrétt, …
Alvara lífsins
Ágústmánuður er alvarlegur mánuður. Ekki nóg með að ég sé að vakna upp við vondan draum að nú verði ég hreinlega að fara að gera eitthvað til að undirbúa háskólakennsluna (þó ég ætli að gera sem minnst verð ég víst að leggja höfuðið í bleyti og finna eitthvað handa áhugasömu nemendunum…) og vinnan bara almennt …