Nýjustu tíðindi

Jamm, við erum einu skrefi nær að verða virðulegir húseigendur. Við fengum gagntilboð í gær sem við samþykktum undireins, svo nú erum við bara í framtíðardraumunum, skoðum liti og spáum og spekúlerum hvað við þurfum að gera. Endanlegur fögnuður verður ekki fyrr en við undirskrift en þetta lítur allt vel út. Ég held að öll …

Áthelgin mikla

Ég geri orðið fátt annað en að skrifa átsögur hér inn, einhverjir sjá mig eflaust margfalda fyrir sér 😉 En það var enn eitt matarboðið á föstudaginn, þá komu Helgi og Katrín frænka þeirra bræðra í mat. Eins og venjulega þegar þeir matbræður koma saman þá var vel veitt. Við fengum okkur rjómahvítlaukshumar í forrétt, …

Alvara lífsins

Ágústmánuður er alvarlegur mánuður. Ekki nóg með að ég sé að vakna upp við vondan draum að nú verði ég hreinlega að fara að gera eitthvað til að undirbúa háskólakennsluna (þó ég ætli að gera sem minnst verð ég víst að leggja höfuðið í bleyti og finna eitthvað handa áhugasömu nemendunum…) og vinnan bara almennt …