Himneskur matur

Við fórum í matarboð til Hönnu og Ármanns í gær. Tilefnið var að þau voru að koma á blindu stefnumóti á milli bróður Ármanns og vinkonu Hönnu og við fengum að fljóta með til að hafa þetta frjálslegra, eða eitthvað þannig. Og vá, væri ég til í að vera fleirum innan handar með þessum hætti. […]

Og það er leti og ómennska

Ég hef víst enga afsökun. Það er nóg til að segja frá og skrifa um en ég hef einhvern veginn ekki náð neinu andlegu sambandi við blogger þessa síðustu daga. Ef ég reyni nú að koma einhverju frá mér á fréttatengdum nótum, þá ber það líklegast hæst að ég festi mér flugmiða til Svíaríkis (og […]

Staðfestist hér með

Ef ég og þið öll vissuð það ekki áður, þá verður það staðfest hér í rituðu máli að ég er æðislega vel gift. Með öðrum orðum, frábær konudagur. Fékk að sofa út, bakkelsi úr bakaríinu, ofurflott gjöf (meira að segja Sóley stundi með mér) og lúxusmáltíð hér í kvöld. Og best að njóta kvöldsins nú […]

Söngkeppni VMA

Já, það var aldeilis menning á ferðinni hér í gær, söngkeppni haldin og hvorki fleiri né færri en 20 keppendur. Ég ákvað að drífa mig, maður á jú alltaf von á að sjá einhverja gamla og nýja nemendur sýna á sér óvæntar hliðar. Það er skemmst frá því að segja að flytjendur voru afskaplega mistækir […]

Dauðans alvara

Það er komin upp alveg óhugnarlega fyndin umræða hér í vinnunni. Þannig er að einum vinnufélaga mínum finnst Bee Gees svo ægilega fín hljómsveit og allt um það, þeir eiga svo sem lög inni á milli. En af einhverri ástæðu fór hann að bera þá saman við ABBA og spurði si svona, ef ABBA og […]

Takið barnið með í vinnuna

Já, það eru tóm vandræði þessa dagana að vera einstæð móðir. Dagmamman fallin fyrir flensunni og alls kyns próf í gangi hjá mér svo ég má ómögulega vera burtu. Sóley er því til skiptist í VMA og leikskólanum Álfasteini hjá ömmu sinni. Líkar vistin heldur betur þar, er víst orðin heimarík og frek eins og […]

Engin bloggleti

Mummi er eitthvað að kvarta um að ég sé löt að blogga en svo er alls ekki. Ég blogga sjaldan á föstudögum, nema mikið liggi við af því að ég er að kenna allan daginn. Ég er lítið fyrir að blogga hér heima, hvað þá þegar maður er einstæð móðir og uppgefin eftir daginn 🙂 […]

Meiri frægðarsögur

Strumpan veit svo sannarlega hvernig hún á að slá í gegn hjá mömmu gömlu. Ég var voða upptekin í gær að lesa Da Vinci lykilinn (já, langt om længe) og hún var ekki par hrifin, var búin að reyna að banna mér að lesa en það var ekki hlustað. Þá tók hún sig til og […]

Velheppnað uppeldi

Já, bíltónleikarnir eru aldeilis að skila sínu. Strumpan bað, hvorki meira né minna, um að hlusta á Nýdönsk í gær (eða með hennar orðum usta Ný-ösk). Það sló ört móðurhjartað, þetta gat maður kennt henni 🙂 Annars var henni skilað til dagmömmu í dalmatíu-búningi í morgun. Sætara barn hefur vart sést norðan Alpafjalla, og sú […]

Fit og famous

Jæja, það fór aldrei svo að ég yrði ekki fræg fyrir heilsuræktina. Haldiði ekki að ég hafi bara verið á Aksjón í gær á hlaupabrettinu á Bjargi 🙂 Ekki það að það voru víst ekki nema einar þrjár sekúndur eða svo og ég hefði líklegast ekki fattað það nema af því að ég varð vör […]